Aðstandendur og umgjörð

Allt efni sem er að finna á þessari heimasíðu var upphaflega unnið fyrir skýrslu sem skilað var til félagsmálaráðuneytisins í júní 2019. Aðstandendur verkefnisins þakka ráðuneytinu fyrir stuðninginn og opinn hug fyrir verkefninu.

Að verkefninu koma UNICEF á Íslandi í samstarfi við hönnuðinn Búa Bjarmar Aðalsteinsson fyrir hönd Grallaragerðarinnar. Þá var undirbúningur og framkvæmd verkefnisins með þátttöku og í góðu samstarfi við eftirfarandi aðila:

  • Félagsmálaráðuneytið

  • Dómsmálaráðuneytið

  • Útlendingastofnun

  • Listaháskóla Íslands

  • Hönnunarmiðstöð Íslands

  • Umboðsmann barna

Verkefnið Heima var unnið útfrá sambærilegu sænsku verkefni að nafni ’Heilnæm mótttaka’ sem unnið var af Fornyelse Labbet, SVID (Hönnunarmiðstöð Svíþjóðar) og UNHCR árið 2018.

Þar að auki tóku eftirfarandi aðilar þátt eða studdu við verkefnið:

  • Móttökudeild við Hvaleyrarskóla

  • Þjónustuteymi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ

  • Kærunefnd útlendingamála

  • Barnaverndarstofa

  • Barnahús

  • Barnavernd Sandgerðis og Reykjavíkur

  • Réttur

  • Bíó Paradís

  • Rauði krossinn

  • Erna Huld Ibrahimsdóttir, túlkur

  • Kinan Kadoni, túlkur

Einnig viljum við koma á framfæri þakklætisóskum til foreldra sem treystu okkur og hleyptu okkur inn á heimili sín og börnunum sem sýndu mikið hugrekki með að deila sögum úr lífi sínu.